Norska ríkið á 66,4% í olíuauðlindinni, Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni.

Það er nokkuð áhugavert að bera saman hvernig Norðmenn hafa haldið utan um sín þjóðarverðmæti, borið saman við Ísland. Þannig á Norska ríkið 66,4% í Statoilhydro sem er fyrirtækjaklasi, sem teigir arma sína út um allan heim. Í þessum fyrirtækjaklasa er m.a olíuauðlindir Norðmanna. Sjávarauðlind Íslendinga er 100% séreign í eigu tiltölulega þröngs hóps manna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja það upp hvernig auðlindin lenti til þessa eigendahóps. Eftir bankahrunið og efnahagshruni í okt 2008, er ekki bara eðlilegt heldur sjálfsagt að spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur en gert er í dag? Getum við ekki lært eitthvað af Norðmönnum? Við endurreisn íslensk efnahagslífs hlýtur að eiga að líta til sjávarauðlindarinnar og endurskipuleggja hana frá grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband