Til hamingju Alcan.

Þetta er frábær árangur hjá þeim í Straumsvík. Markmiðið hjá álfyrirtækjum á Íslandi á að  vera að þau séu sem mengunarminnst jafnvel mengunar laus. Hópur mann vinnur skipulega af því að fótumtroða áliðnaðinn í landinu og koma neikvæðri ímynd inn í vitund fólks. Staðreyndin er sú að þetta er iðnaður sem skiptir þá sem þar vinna og þjóðfélagið allt stórkostlega miklu máli. Á íslandi er framleitt ca 1-1,5% af heimsframleiðslunni. Markmiðið á að vera að íslenskir framleiðendur séu  í fremstu röð í heiminum meðal þeirra sem framleiða þessa vöru. Þeir í Straumsvík hafa sýnt góðan árangur og er virkilega ástæða til samfagna þeim og  óska þeim til hamingju.
mbl.is Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband