Þökkum Gunnari Tómassyni hagfræðingi bréf til þingmanna.

Það gladdi mitt dapra hjara að heyra það að maður eins og Gunnar Tómasson hafi skrifað öllum þingmönnum bréf þar sem hann gerir þeim grein fyrir að við getum ekki tekið á okkur Icesave reikninginn. Í mínum huga er það eins skýr og mest getur verið að við ráðum ekki við þessa skuldbindingu. Bretar og Hollendingar eiga líka að taka á sig birgði. Þeir hleyptu glæpafyrirtækinu Landsbanka Íslands langt ofan í vasa almennings án þess að lyfta litlafingri. Það var ekki í mínu umboði sem þetta glæpafyrirtæki var með starfsemi í Bretlandi og Hollandi. Frakkar sögðu "þetta var spurning um almenna skinsemi". Þeir hleyptu þessum glæpamönnum aldrei ofan í vasa landa sinna. Þess vegna er ekkert Icesave vandamál í Frakklandi. Vonandi vakna nógu margir þingmenn og stoppa þessa geðveiki sem er verið að kalla yfir íslenska þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband