24.9.2009 | 22:49
Búinn að ganga frá áskrift.
Í kvöld hringdi ég í Moggan og gekk frá áskrift. Fréttablaðið er orðið svo lélegt að það flokkast orðið undir gagnlausan snepil sem ekkert er varið í. Það er ekki af einhverri ást á Davíð sem ég gerist áskrifandi. Margt sem hann hefur gert orkar tvímælis og um margt hef ég verðið gjörsamlega ósammála Davíð Oddsyni. Ég spáði því á sínum tíma að þegar Davíð skrifaði ævisöguna þá teldi hann það upp sem hann sæi eftir. Ég spáði því að eitt af því væri hvernig staðið var að kvótasetningu í sjávarútvegi og hvernig framkvæmdin hafi síðan verið á þeim óskapnaði. En Davíð er einn af þeim sem hefur eitthvað að segja og þorir að segja það sem hann meinar. Af svoleiðis mönnum hef ég gaman af. Davíð er allt of ungur til að fara í stæði og bíða elliáranna. Ég vona að Davíð eigi góð ár á Mogganum.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Athugasemdir
Með Jósep heitnum Göbbels hefði þetta verið fullkomið þríeyki
Freyr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:00
Dabbi er bestur!
Gummi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:38
Já ég fékk mér líka áskrift,fatta ekki afhverju fólk er að fara á límingunum,loka blogginu sínu og alles,vill þetta fólk ekki láta sjá skrif sín lengur hehe Morgunblaðið verður mezt lesna blaðið eftir smá tíma,afhverju?Nú þetta fólk sem er að fara á límingunum VERÐUR að lesa það sem kemur frá Davíð þau eru nefnilega með hann á heilanum!!
Kristjana V Einarsdottir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:40
Sammála, Egill
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.