Látið börnin mín í friði.

Nú þegar skólarnir eru að byrja sjáum við foreldrar greinilega hvernig markaðurinn fókuserar á börnin okkar. Verslunin kynnir ýmis tilboð á skólavörum fatnaði og fl. Þetta er vel og gott fyrir okkur foreldra að vita að það ríkir einhverskonar samkeppni á markaðnum. En það tekur steininn úr hvernig markaðs settning á bjór er áberandi. Í mínum huga er það engin spurning að bjórframleiðendur eru að höfða til skólakrakka. Þetta er bannað með lögum, en framleiðendur virðast gefa stjórnvöldum fingurinn. Börn eiga að fá að vera í friði á unglingsárum fyrir fagurgala bjórauglýsinga. Ef við foreldra þurfum að horfa upp á þetta áfram skora ég alla sem láta sig málið varða að setja þá framleiðendur í viðskiptabann og kaupa ekki vörur þeirra sem hundsa lög um áfengisauglýsingar. Ég var að skrá mig á vef sem heitir www.foreldrasamtok.is. Ég sé ekki betur en þessi vefur sé nokkuð gallaður. Hann verður að vera gagnvirkur. Þarna eru engin símanúmer og engin netföng. Ég vona að einhver sem hefur með þennan vef gefi sig fram. Við þurfum að vinna faglega að  þessu verkefni. Sýnum framleiðendum að við líðum ekki að börnin okkar séu "target" fyrir bjórdrykkju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband