6.8.2009 | 22:51
Smáflokkadauði.
Það er ekki einleikið hvað nýir flokkar eru skammlífir í íslenskri pólitík. Síðan ég fór að fylgjast með pólitík (sem mælist í áratugum) hef ég upplifað dauða ótrúlega margra flokka. Ég hef fylgt sjálfstæðisflokknum í þessa áratugi. Í síðustu kosningum skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á blogginu. Það var erfitt en ég gerði það samt. Ég tel það hlutverk mitt fyrst og fremst að leggja sjálfstæðisflokknum lið. Það er ótrúlega margt sem þarf að laga þar á bæ en ég get ekki horft upp á að ill öfl kunningjakerfis og spillingar nái undirtökum í flokknum. Þess vegna er það hlutverk mitt og hins almenna sjálfstæðismanns að taka til hendinni . Brýnast verkefnið nú fyrir haustið er að koma Kjartani Gunnarssyni út úr miðstjórn og öllum áhrifum hans innan flokksins. Það verður í mínum huga prófsteinn á hvernig til tekst með áhrif hins almenna óbreytta flokksmanns á endurbótastarf flokksins.
Enginn þingmaður mætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kjartan er eins og inngróinn tánögl... kemur alltaf aftur þó hún sé fjarlægð.
Það eru allt of margir "Kjartanar" til að hægt sé að eyða þeim þarna.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.