Allir pottar sjóðandi.

Ég fór í sund í Laugardalslaug í kvöld. Í öllum pottum var verið að ræða Icesave og stöðu efnahagsmála. Sennilega hefur ekkert mál á Íslandi verið jafn rækilega í efsta sæti á umræðulista  almennings. Af líkum eru ekki margir sem hafa það á tilfinningunni að það verði "glæsileg lending" í Icesave málinu. Steingrímur J. var of fljótur á sér þegar hann gaf þá yfirlýsingu. Fyrir hrunið töluð íslenskir stjórnmálamenn um að þetta yrði létt snertilending í efnahagsmálum þegar Danir töluðu um að lendingin í Íslensku efnahagslífi yrði hörð. Lendingin var hvorki hörð eða mjúk snertilending. Það var crass lending. Nú er það stóra spurningin hvernig verðu lendingin í Icesave? Ég hef það á tilfinningunni að við ættum í það minnsta að spenna beltin. 
mbl.is Enn fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband