Skömm stjórnvalda.

Fyrir okkur sem ökum þessa leið reglulega, hljótum  að sýna íbúum á Kjalanesi 100% skilning. Á þessari leið er nánast samfeld umferð allan sólahringinn. Víða á leiðinni frá Mosfellsbæ og að Kjalanesi þarf umferð að stoppa ef bíll ætlar að beygja til vinstri. Þetta er leiðin út úr höfuðborginni og til borgarinnar. Á sama tíma er verið að eyða miljörðum í göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þar sem vitað er að örfáir bílar muni aka um á degi hverjum. Síðan eru einnig raddir um að stækka Hvalfjarðargöng. Það vita allir sem vilja vita að forgangsröðun í umferðarmannvirkjum hefur verð eftir því hvaða samgönguráðherrarnir koma. Ekki þörfinni. Nú er mál að linni. Látum forgangsröðina ráðast af þörfinni og umferðarörygginu.
mbl.is Íbúar á Kjalarnesi vilja úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband