6.6.2009 | 13:32
Hverjum á að trúa, hverjum á að treysta?
Ég neita því ekki að mér finnst eins og ég sé villtur í þokunni. Á ég að treyst Steingrími J. hann er nú að tala fyrir því sem hann talaði gegn í janúar. Það getur ekki talist trúverðugt. Það er útilokað að treysta Jóhönnu. Jóhann var í áhöfn stjórnarinnar sem kom okkur upp á skerið og ber fulla ábirgð á efnahagshruninu. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands er ósáttur við að samið hafi verið um að greiða icesave reikningana. Þegar mönnum greinir á er það háttur siðaðra manna og þjóða að fá úr ágreiningnum skorið fyrir dómstólum. En ekki í þessu máli. Fenginn er gamall allaballi til að semja um hundraði miljarða. Ég óttast hið hræðilega að ráðamenn þjóðarinnar séu að gera enn ein hræðilegu mistökin.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.