14.5.2009 | 01:07
Hvar er hagræðingin í sjávarútveginum?
Það var fróðlegt að hlusta á kastljósið í kvöld þar sem áttust við hagfræðiprófessor og óopinber talsmaður sjávarútvegsins Sigurgeir í Vinnslustöðinni í eyjum. Við vægi á kostum og göllum kvótakerfisins hefur það verið tíðrætt að nú sé aflinn sóttur á mun færri skipum og af færri sjómönnum. En ég held að það þurfi að skilgreina hagræðinguna. Þannig var að þúsundir tonna skiptu um eigendur á árunum 2006 og 2007. Þá fékk útgerðin lán í LÍ, KB banka og Glitni. Þannig keypti útgerði kílóið af þorski á 3000 til 3500 kr pr kg. Fyrir þessu fékk útgerðin lán í evrum (þá var gengi ca 90). Þannig var skuldin á bak við keypt kíló ca 35 evrur. Í dag er gengi evru ca 170 og skuldin því u.m.þ.b 6000 kr á bak við hvert kíló. Það er svo langt frá að þetta kíló sem syndir í sjónum geti staðið skil af þessari skuldbindingu. En hvað varð um þau verðmæti sem fengin voru að láni og seljandinn fékk fyrir sinn snúð. Það fáum við ekki að vita því að yfir því hvílir bankaleynd. En þó er það vitað að sumir fengu hlutabréf í því fyrirtæki sem keypti, sumir fengu greitt í cash keyptu pípuhatt og síkar og komu peningunum í vinnu á Tortola. En eitt er víst að þessi hagræðing skilaði sér ekki í nýjum og fullkomnum skipum. Þannig má sjá að vefnum skip.is að meðalaldur skipa Vinnslustöðvarinnar er u.m.þ.b 30 ár, sem hlýtur að vera áhyggjuefni eiganda fyrirtækisins. Ég kalla því eftir þeirri einföldu spurningu, hvar er hagræðingin í sjávarútveginum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.