Dan-ís eða Ís-mörk.

Á tímum hins meinta góðæris þ.e frá 1990-2007 var lausnin til hagræðingar að hlekkja sig saman. Þannig voru sveitarfélög og fyrirtæki sameinuð í löngum röðum. Allt í nafni hagræðingar. Mörgum fannst oft á tíðum óvægilega að sér vegið og réttur sinn t.d til að lifa í sínu gamla góða sveitarfélagi fótum troðinn. Það er þekkt þar sem kvótinn var seldur í burt og fólkið horfði á eftir vinnunni sinni þar með. Það var einnig þekkt að í litlu sveitarfélögum  sem sameinuðust stærri sveitarfélögum og skólinn sem í litla sveitarfélaginu var miðja alls, var nú aflagður steinkumbaldi í stærra byggðarlagi. Allt þetta var gert í nafni hagræðingar. Það voru hjáróma raddir sem reyndu að stoppa þessa þróun. Í heita pottinum í gærkveldi datt mér það í hug hvort ekki væri hægt að sameina t.d Danmörk og Ísland. Þetta sameinaða land væri hægt að skýra Dan-ís eða Ís-mörk, svona svipað eins og HB-Grandi. Með þessu móti væri hægt að spara stórkostleg verðmæti, tugi miljarða. Ein stjórn yfir báðum löndunum,ein heilsugæsla, eitt menntakerfi o.s.frv. Það mætti endalaut telja upp hagræðinguna. Við þyrftum ekki einu sinni að ganga í ESB, við værum bara komin þangað, sí svona. Íslensku krónuna væri hægt að jarða með viðhöfn með litlum fyrirvara. En þá væri þetta spurningin með lýðræðið. Værum við að afsala okkur lýðræðinu? Nei, ég einfaldlega bý þá í lýðveldinu Dan-ís eða Ís-mörk. Kannski mindi einhverjir samt sem áður halda að við hefðum afsalað okkur lýðveldinu. Ég sé fyrir mér lokaorð í minningargrein, minni eða meirihluta íslendinga. " Frá 2007 lifði hann sem þræll skulda sinna og dó sem þræll þeirra. Hann lifi og dó í hinu Íslenska lýðveldi"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband