26.4.2009 | 22:38
Prófkjör ,andlýðræðislegt fyrirbæri.
Þau gerast ekki skýrari dæmin um það hversu prófkjörin eins og þau eru framkvæmd í sjálfstæðisflokknum eru orði gjörsamlega úreld fyrirbæri. Árni er þekktur fyrir sérhagsmuni og sérhagsmuna baráttu. Þannig talaði Árni blygðunarlaust um að það þyrfti að fella niður skuldir útgerðarinnar í Vestmannaeyjum. Auðvitað flykkjast þessir aðilar og þeim tengdir í prófkjör til að koma þessum manni að. Manni sem er með þær hugsjónir að færa þeim gífurleg verðmæti. Síðan er það hin almenni sjálfstæðismaður sem hugnast ekki þessi vinnubrögð. Þessi almenni stuðningsmaður sjálfstæðisstefnunnar sem ekki kís í prófkjörum. Í mínum huga eru þessi prófkjör farinn að snúast upp í andhverfu sína og eiga ekkert skylt við lýðræði. Ég skilaði auðu í kosningunum, eitt af þeim skilyrðum sem ég set fyrir því að mæta aftur um borð í sjálfstæðisflokkinn er að lýðræðið í flokknum verði eflt. Eitt skref í þá átt er að leggja þessi prófkjör af og finna betri leið sem þjónar lýðræðinu betur.
Árni Johnsen niður um þingsæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.