Nú ertu að fara út af teinunum Bjarni.

Þessum sirkus verður að linna. Okkur er boðið upp á að hlusta á í fréttatímum fjölmiðlanna, upptökur sem eru í algjöri mótsögn við það sem sagt er í dag. Þannig var spila viðtal við Geir Haard frá þeim tíma þar sem framkvæmdastjóraskiptin fóru fram. Þar segir Geir  að Kjartan komi til með að starfa með og við hliðina á nýjum framkvæmdastjóra. Kjartan segir hinsvegar að hann hafi hlaupið úr 4 okt 2006. Að bjóða okkur upp á að Kjartan viti ekkert og komi af fjöllum í þessu máli er svo fjarstæðukennt að það er ekki nokkur lifandi maður sem trúir þvílíku og öðru eins. Kjartan Gunnarsson var varaformaður stjórnar Landsbankans. Hann tók þátt í að móta þá stefnu í bankamálum sem kom þjóðinni á hausinn. Kjartan tók þátt í að lána sjálfum sér og öðrum eigendum bankans miljarða. Í mínum huga er það rannsóknar efni innan sjálfstæðisflokksin hverjir það eru sem treyst þessum manni best í eitt að æðstu embættum flokksins. Af hver er formaður flokksins að draga taum þessa manns. Ég vill út með hann. Ef hann hefur ekki vit á að segja sig úr miðstjórn þá á að vísa honum þaðan. Það eru allt of mörg skemmd epli í körfunni. Ef formaður ætlar að tala máli þessa manns lít ég svo á að hann sé að hafna mér og mínum líkum í flokknum.   
mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Já útlitið er svart, vægast sagt.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 12.4.2009 kl. 21:05

2 identicon

Algjörlega sammála. 

Karpi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir sem trúa því í alvöru að Kjartan Gunnarsson hafi ekkert vitað um styrkina, eru örugglega fáir. Það er eins trúlegt og að Storkurinn komi með börnin okkar eða þannig

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú verður að gá að þér Egill, Kjartan er heilagur maður innan flokksins og vei þeim sem reynir að setja blett á hann. Kjartan er í sömu körfunni og Davíð, athugaðu það. Svo ekkert svona sko.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband