9.4.2009 | 16:52
Vorhreingerning.
Fyrir tveimur dögum bloggaði ég að það þurfi að aflúsa sjálfstæðisflokkinn. Að fylgjast með þessu Fl group og Landsbankahneyksli er sársaukafullt fyrir sjálfstæðismenn af gamlaskólanum sem hafa stutt flokkinn í gegnum tíðina. Nú þarf að gera hreint. Að fylgjast með hvernig Kjartan Gunnarsson sem kemur úr öllum áttum að málin, veit ekkert og er alsaklaus. Allir vita hvernig Kjartan hefur unnið í gegn um tíðina. Tosað í spotta hér og þar. Var á bak við tjöldin en réði því sem hann vildi ráða en lét lítið fara fyrir sér. Nú strax ætti Guðlaugur Þór að standa upp og þakka okkur sjálfstæðismönnum fyrir samveruna. Kjartan Gunnarsson hefði átt að segja af sér í gær úr miðstjórn flokksins(hefði í raun aldrei átt að fara þangað) Höfuð verkefni flokksins er að sýna okkur sem höfum stutt hann að nú eigi að breyta um stjórnunar aðferðir. Biðja okkur afsökunar. Þá fyrst er hægt að fara í þá vinnu að stækka flokkinn. Sjálfstæðisflokkinn bar af leið. Það eru of margir sem hengja sig á flokkinn sem bera enga virðingu fyrir gildum hans og stefnu. Losum okkur við þá. Tökum ærlega til, ekki seinna, heldur nú strax þetta vorið. Fyrr mun flokkurinn ekki rísa úr þeirri lágkúru sem hann er í núna.
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.