Ótrúleg sýn Samfylkingarfólks.

Um síðustu helgi kaus ég í prófkjöri sjálfstæðisflokksins. Þar komst Guðlaug Þór ekki á blað hjá mér. Ég bíð ekki eftir einhverjum dómi frá einhverju sérvöldu fólki sem á að finna út hverjum efnahagshrunið er að kenna. Síðasta ríkistjórn ber öll ábyrgð á því sem gerðist. Að fólk sé  að velta því fyrir sér hvort einhver í ríkisstjórninni beri pínulítið meiri ábyrgð en annar ráðherra er ótrúlegt. Jóhanna Sigurðardóttir ber fulla ábyrgð á efnahagshruninu. Hvernig hlutirnir eru að þróast er ótrúlegt. Ég á eftir að blogga nú fyrir kosningar þar sem ég skora á flokkssystkin mín í sjálfstæðisflokknum að strika út alla þá einstaklinga sem í framboði verða og voru jafnframt ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Ég skora jafnframt á Samfylkingarfólk að gera slíkt hið sama. Ríkisstjórn ber sameiginlega ábyrgð á stjórnun ríkisins. Ef við kjósendur höfum það umburðarlyndi til ráðamanna að þeir geti jafnvel sett ríkissjóð á hausinn og það sé allt í lagi, þá verða ekki þær breytingar í þjóðfélaginu sem við þurfum á að halda. Það er ekki bara slys ef Jóhanna Sigurðardóttir á að leiða okkur inn í bjartari framtíð. Heldur stórslys. Jóhanna fékk sitt tækifæri og klúðraði því. Eins og áður segir þá komst Guðlaugur Þór ekki á blað hjá mér. Það sama hefði gilt um Geir H. Haarde hefði hann verið í framboði. Báðir þessi einstaklingar eru fyrirmyndar menn og búnir miklum mannkostum,  þeir fengu sín tækifæri sem þeir því miður stóðu ekki undir. Við kjósendur fáum möguleika nú í kosningunum. Við getum sent skilaboð. Notum tækifærið.  


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er reyndar þarsíðasta ríkisstjórn sem ber næstum alla ábyrgðina, þ.e. þinn flokkur og Framsóknarflokkurinn. Skaðinn var skeður fyrir mitt ár 2007.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:47

2 identicon

Þvílík blinda. Samfylkingin var í stjórn í síðustu tvö árin. Manstu þegar Geir fór vestur um haf og Ingibjörg til Evrópu til að samfæra umheiminn hversu bankarnir íslensku væru sterkir. Ríkisstjórnin ber öll saman ábyrgð á stjórnun ríkisins. Annað er blinda. Samfylkingin verður að fara að horfast í augun á staðreyndum

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Valsarinn

Það eru margir sem bera ábyrgð: Jón Baldvin, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún...

Þetta hrun er vegna raða mistaka sem hafa orðið í gegnum árin, sérð fasteignamarkaðinn, hann nánast hrundi í kjölfar þess að Framsókn lofaði 90% húsnæðislánum...Nú er þeirra hugmynd af afskrifa 20% af lánunum, semsé afskrifa eigin mistök...

Tel að þetta verði ekki mikið verra en það er í dag...

Talar um að samfylkingarmenn séu blindir... Oft finnst mér Sjálfstæðismenn lifa í algjörum sjálfsblekkingum....

Valsarinn, 20.3.2009 kl. 00:25

4 identicon

Mikið rétt það eru margir sem bera ábyrgð. Ekki ætla ég að gera lítið úr ábyrgð sjálfstæðisflokksins. En af því að það eru svo margir ábyrgir er þá allt í lagi að horfa framhjá einum og einum? Í mínum hug er það síðast ríkisstjórn sem ber fyrst og fremst ábyrgð. Hún hefði getað breytt öllum ákvörðunum sem teknar voru í tíð fyrri ríkisstjórna. ´Þess vegna ber Jóhanna Sig. fulla ábyrgð á hruninu. Að gera hana síðan að leiðtoga og jafnvel forsætisráðherra til næstu fjögurra ára er hræðileg tilhugsun.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband