12.3.2009 | 07:28
Gæti fólk verið að vakna?
Ríkisstjórn ber ábyrgð á stjórnun ríkisins. Ekki bara einn og einn ráðherra heldur öll ríkisstjórnin. Jóhanna var í þeirri ríkisstjórn sem stein svaf á meðan ríkið fór fram af brúninni. Þvílík þjóð sem ætlar að gera einn að þeim ráðherrum sem komu ríkinu á hausinn að forystumanni sínum við endurbyggingu þjóðfélagsins. Þvílík blinda. Gæti verið að Samfylkingarfólk væri að vakna? Jóhanna Sigurðardóttir kom íslenskri þjóð á hausinn. Út með hana.
Enginn mætti í blysförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Kanntu annan !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:31
Er reyndar sammála Agli.
Heimir Tómasson, 12.3.2009 kl. 07:40
Já ég kann annan.
Samfylkingin gaf út sérstaka yfirlýsingu um að hún bæri ekki ábyrgð á Davíð Oddsyni. Hún gerði það af því að hún vissi sem var að sameiginlega ber ríkisstjórn ábyrgð á undirstofnunum sínum. Ekki einn og einn ráðherra heldur er ábyrgðin sameinileg þó ákveðnir ráðherrar fari með forræði undirstofnanna ríkisins. Jóhanna Sigurðardóttir ber fulla ábyrgð á hruninu. Út með hana.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:44
Sæll Jón.
Ég get allveg tekið undir að það er öll stjórninn sem svaf, en hvað með fleirri úr stjórninni,því er fólki ekki refsað svo sem í prófkjörum þá á ég kanski við fólk eins og Össur og tala nú ekki um Þorgerði Katrínu þarf fólk ekki líka að líta á sinn flokk ?
hannes (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:49
Sæll Hannes.
Að við ætlum að treysta sama fólkinu fyrir stjórnun ríkisins inn í framtíðina og kom ríkinu á hausinn er bara til eitt orð til . Sorglegt. Alveg sama hvort sá heitir Össur, Þorgerður Katrín eða eitthvað annað. Ég er að fara að kjósa í forvali sjálfstæðisflokksins nú í dag þar sem ég verð að vinna um helgina. Ég lofa því að setja ekki á blað þá sem sátu í síðustu ríkisstjórn. Allt er þetta ágætis fólk. En málið snýst ekki um það.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:59
Eiginlega er það orðið neyðarlegt fyrir Samfylkinguna. Þau hafa verið þarna í ríkisstjórn og ekkert hafa vitað fyrir hrunið þau heyrðu þetta bara í fjölmiðlum. Þau héldu og sumir haldi það ennþá að þau þurfi ekkert að endurnýja sig eða afsaka eitt eða neitt allt er Sjálfstæðismönnum og Davíð Oddssyni að kenna.
Já Ingibjörg Sólrún var loks dregin út á hárinu. Ef sitja Össur og Björgvin G Sigurðsson sem þóttist axla ábyrgð með að segja af sér nokkrum klukkutímum áður en stjórnarslit urðu. Hann bíður sig nú fram sem efsti maður listands á Suðurlandi. Já og með honum er leigupenni útrásarmanna Róbert Marshall þar sem frægt bænabréf til forsprakka útrásarmanna þar sem hann var að væla um pening fyrir fréttastöðina NFS byrjar á þessum orðum "kæri Jón"
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060918/SKODANIR03/109180028/1079
Síðan fáum við annan blaðafulltrúa útrásarmanna Sigmund Erni Rúnarsson. Það er oft fjallað um fjölmiðlanna sem 4. valdið og það brást og síðan fáum við skósveina Jóns Ásgeirs og hans líka á þing og fyrir jafnaðarmenn. Jafnaðarmenn og konur eiga annað og betra skilið en að fá slíkt fólk inn á sína lista.
Gunnr (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 08:13
Út með ALLT þetta gamla lið. Ótrúlegt hvað það á erfitt með að skilja það að fólk vill það ekki aftur. Það fékk sitt tækifæri og klúðraði því algjörlega... þykist svo ekki bera ábyrgð á neinu enda allt á kafi í spillingunni, sama flokki það tilheyrir. Burt með það... og gefum öðrum tækifæri.
Bjarni (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 08:23
Rétt Gunnar.
Það þarf að rannsaka margt í dag. Eitt af því er af hverju fólk á suðurlandi treystir Björgvin G. Sigurðssyni best af öllum til að leiða Samfylkinguna. Manni sem sat í stafni þegar við sigldum fram af brúninni. Af hverju vill fólk á suðurlandi sama manninn til að sitja í stafni nú þegar við ætlum að sigla inn í framtíðina. Er Björgvin sá besti til að líta eftir skerjum á þeirri vegferð. Mér dettur engin skýring önnur í hug en að kunningjakerfið sé orðið svo illkynja í íslenskri pólitík að fólk kjósi með það í huga hver sé líklegastur til að aðstoða sig við að komast framar í röðina og veita mér fyrirgreiðslu.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 08:24
Þú hefur furðulegar hugmyndir Egill, um það hverjir orsökuðu hrunið. Farðu ca. 4 ár aftur í tímann og gáðu að því hvaða einstaklingum og flokkum var þakkað góðærið. Athugaðu hvaða einstaklingar börðu sér á brjóst og þökkuðu sér efnahagsundrið. Þarna finnurðu hina raunverulegu sökudólga, því þeir skópu þetta stjórnlausa monster, sem við köllum ólígarka og útrásarvíkinga. Samkvæmt erlendum sérfræðingum var efnahagsundrið þegar árið 2006 orðin þvílk bóla að að hrunið var ÓHJÁKVÆMILEGT, bara spurning um tíma. Svo ætlar þú að halda áfram að styðja flokkinn þinn. Verði þér að góðu!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:14
Já Svavar. Ég ætla að hald áfram að styðja sjálfstæðisflokkinn. En það mátt þú vita og það eiga allir vita að sjálfstæðisflokkurinn brást mér heiftalega. Ég hefði hæglega geta sagt flokknum að fara til helvítis og stokkið frá borði. En ég tók þá afstöðu að leggja mitt af mörkum til að reisa flokkinn við og rata úr úr þeirri þoku sem hann lenti í. Innan flokksins hefur vaxið þvílíkur arfi og óþveri að það hálfa væri nóg. Þeim arfa og þeirri órækt þarf eyða. Aldrei má þvílíkur arfi vaxa aftur óreittur innan girðingar sjálfstæðisstefnunnar. Það er mitt hlutverk að sjá um það. Það þarf ekki að fara fjögur ár aftur í tímann til að réttlæta það sem gerist í núinu. Jóhanna var ráðherra þegar hrunið varð. Hrunið er jafnt á ábyrgð Jóhönnu og annar ráðherra.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:30
Nú er fullt af Sjálfstæðismönnum sem voru þingmenn og ráðherrar, þegar hrunið varð, í prókjörslag núna. Þú munt samkvæmt þinni röksemdarfærlu ekki styðja flokkinn ef þetta fólk verður það ofarlega á lista, að það komist örugglega á þing?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:53
Mér þikir líklegt að ég þurfi að gera grein fyrir atkvæði mínu.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:03
Ágætt svar!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.