9.3.2009 | 15:57
Silly time
Árlega fer svokölluð Oraníuregla í skrúðgöngu á Írlandi. Er þessi skrúðganga farinn til að minnst þess að Vilhjálmur af Oraníu gjörsigraði Íra með miklu blóðbaði og lagði landið undir Breta. Er þetta þvílík ögrun að algengara er en ekki að uppúr sjóði og allt fari í bál og brand. Mjög algengt er meðal Íra að þeir fara í burt þegar að þessari skrúðgöngu kemur til að komast hjá vitleysunni.. Þeir kalla gjarnan þennan tíma "silly time". Mig grunar illilega að nú fari í hönd hér í okkar ágæta landi einhverskonar "silly time". Af hverju? Við að hlusta á umræður sem nú hófust á alþingi kl 15:00. Þá kemur þetta illilega upp í hugann. Umræðan er ekki um neina skjaldborg hvorki um heimilin eða fyrirtækin. Nú fara umbeðnar kosningar í hönd. Auðvitað átti að bíða með kosningar a.m.k fram á haustið. Ég veit ekki hvert eða hvern eigi að biðja um að hér fari ekki hönd "silly time" Því að þá gerist það sama á Íslandi og á Írlandi fólk fer í burt til að þurfa ekki að upplifa vitleysuna.
Vilja ræða efnahagsfrumvörp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
VG og Samfylkingin hafa engin svör og engar lausnir. Nú á að hanga á völdum fram yfir kosningar og svo kaffæra allt í skattahækkunum og haftastefnu. Hér stefnum við í átt til Sovét-Íslands ef þessir flokkar verða ekki stöðvaðir.
Liberal, 9.3.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.