Formenn á flótta.

Sá grunur læðist að manni að þessi tveir reyndu heiðursmenn sjái neðar inn í þann forarpytt sem íslensku bankarnir eru. Er staðan þannig að okkar reyndustu rekstrarmenn og bankamenn fást ekki til að vinna þessa vinnu? Í mínum huga hefur það verið þannig, eftir bankahrunið að maður hefur þurft að velja þá sérfræðinga sem maður treystir og heldur að geri sér grein fyrir stöðunni. Ef hægt er að lesa milli lína í uppsögn þessara formanna, þeirra Vals og Magnúsar þá held ég að þeir verði fegnastir að labba út úr bönkunum og koma ekki nálægt þessum forarpytti.
mbl.is Ráðherra vill formennina áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Ætli það sé ekki frekar að þeir treysti sér ekki til að vinna með þessum skríl sem er kominn í ríkisstjórnina. Hvernig í ósköpunum er hægt að vinna faglega þegar þú ert með VG á tökkunum á stjórnborðinu? Einfalda lausnin er nefnilega yfirleitt sú rétta.

Liberal, 10.2.2009 kl. 18:24

2 identicon

Ljótt ef satt væri.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:26

3 identicon

Ástæðan er augljóslega sú að fólk er orðið frekar reductant á að starfa með núverandi stjórn, sem ræður á engann hátt við vandann sem blasir við.  Forsætisráðherra er gersamlega vanhæf og talar hiklaust áður en hún hugsar.

Ég vonaði í upphafi að þessi stjórn gæti setið fram að kosningum og gert það sem gera þarf... en ég er orðinn afar svartsýnn..  Ekkert bendir til þess að þessi stjórn geti gert nokkurn skapaðan hlut.. því miður.

Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: LM

Það er hægt að lesa á milli línanna í tilkynningu þeirra félaga að þeir hafi amk fengið öfluga hvatningu frá nýjum stjórnarherrum um að láta sig hverfa.

Auðvitað vilja þeir ekki að Steingrímur sendi búsáhaldaskæruliðana af stað og skipi þeim að hrekja viðkomandi úr starfi.

LM, 10.2.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Einar Ben

uh.... já og þessvegna bað þessi sami Steingrímur þá um að vera áfram.....

Einar Ben, 10.2.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband