Á að setja drotninguna fram eða fella kónginn.

Skákborð stjórnmálanna er að verða svo flókið að besti leikurinn er orðinn vandfundinn. Tíðindi af heilsufari formanns  okkar sjálfstæðismanna voru sláandi. Erfitt er að átta sig á þeim stormi sem nú geisar í Samfylkingunni. Þau tíðindi sem sem hafa borist frá stjórnvöldum að þau hafi leitað útfyrir landsteinanna og ráðið til starfa erlenda sérfræðinga sér til ráðgjafar hljóta að teljast jákvæð tíðindi. Það er svolítið sérstakt að hlusta á háskólaprófessora segja að það væri hreinlega heimskulegt að skila láninu frá AÞG. Síðan kemur formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins og kemur fram fyrir alþjóð og gerir það að tillögu sinni að skila þessu láni. Ef stjórnin færi frá nú í dag þá hlýtur það að vera sá sami formaður sem myndi leiða nýja stjórn. Hald menn virkilega að VG sætti sig við það að verða settir til hliðar við myndun nýrra ríkisstjórnar? Nei, útilokað. Þess vegna hlýtur bestileikurinn í stöðunni að leika einhverjum litlum millileik fram, með lítilli peðsfórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband