9.1.2009 | 16:45
Enn ein harmsaga af krónuræflinum.
Hér kemur enn eitt dæmi um hvernig spilamennskan gekk fyrir sig og krónuræfillinn var í aðalhlutverki. Þetta er enn ein birtingarmyndin hvernig ástandið var orðið hér í þjóðfélaginu fyrir hrunið. Það virðist sem svo að þetta hafi verið orðin einhverskonar stóriðnaður að spila á og með íslensku krónuna. Háskólarnir útskrifuð menn í hrönnum í fræðum viðskipta og hagfræði, sem bankarnir tóku til sín á færibandi. Hlutverk þessara mann og kvenna var að koma auga á möguleikanna. Taka stöðu hér og þar, gíra upp og niður. Leiknum er lokið. Þjóðar hrun. Enn er íslenska krónan í aðalhlutverki. Danir hafa áhyggjur á að þeirra króna sé orðin þeim hættuleg vegna smæðar hagkerfis þeirra og huga að því að ganga í ESB. Það er í sjálfum sér ótrúlegt til þess að vita að það séu einhverjir sem trúa því að íslensk króna sé framtíðargjaldmiðill okkar.
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
horfðu á Írland. útflutningsfyrirtæki eru byrjuð að flýja landið. samt er þar bæði Evra og þeir eru í ESB. Írska ríkisstjórnin er síðan búinn að þjóðnýta lífeyrissjóðina í tilraun til þess að borga undir með bönku landsins. ekki nóg með að bankarnir eru handónýttir, atvinnuleysi að stóraukast þá hefur ríkið byrjað að eyða ellilífeyri landsmanna til þess að bjarga bönkum sem nota hinn handónýta gjaldmiðil, evru.
Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.