6.1.2009 | 21:03
Helvítis vigtin...
Nú eftir áramótin steig ég á vigtina mér til mikilla vonbrigða. Þrátt fyrir að vera búinn að fara þrisvar í World class og einu sinni út að hlaupa eftir áramót, blikka bara rauð ljós á vigtinni. Mér datt í hug í hinum versnandi heimi hvort það væri búið að breyta orðatiltækinu "easy come easy go" í "easy come hardly go". Ég sé aðeins einn möguleika í stöðunni þ.e að taka batteríið úr vigtinni í óákveðin tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Má ég benda þér á mjög auðvelda leið? Minnkaðu inntöku kolvetna í matnum (sykur, brauð, kornmatur, kartöflur, hrísgrjón - lestu bara á pakkana og borðaðu ekkert með miklum kolvetnum (carbohydrates / kuldhydrat). Borðaðu mikið af próteini (kjöt, fiskur, ostar) og grænmeti (ekki þó gulrótum og broccoli, ekki rótargrænmeti.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.