Jökla óþverrinn.

Það er rannsóknarefni morgundagsins, næstu vikna og ára hvers vegna íslenska efnihagsvélin bræddi úr sér. Í mínum huga er þar eitt tannhjól öðru fremur sem orsakaði krassið. Það eru hin svokölluðu jöklabréf. Ég hef engan fjölmiðil fyrr eða nú skýra á einfaldan hátt feril þessara bréfa. Eins og ég skil þetta ferli komu útlendingar inn til landsins með óhemju magn af gjaldeyri sem þeir breyttu í íslenskar krónur af því að þeir ætluðu að ávaxta peningana vægast sagt ríkulega. En í hvað fóru þessar peningar? M.a fóru þeir í að lána fyrir aflaheimildum á allt upp í 4500 kr kg af þorski, sem er svo útúr korti að söluverðmætið af þessu kílói greiðir ekki vextina af þessum 4500 kr. Hvað þá að þeir geti greitt útlendingum einhverja ávöxtun af þessum lánum, eða kostnað við að sækja þetta kíló út á sjó og greiða þann kostnað sem því fylgir. Einnig fór stór hluti af þessum peningum í að lána fyrir nýjum bílum, sumarbústöðum og fl. Allir sjá nú hversu arfa vitlaust þetta er. Nú eiga þessir útlendingar peninga upphæð hér á íslandi sem er hærri en það kostaði að byggja Kárahnjúkavirkjun. Hvernig í ósköpunum gat sæmilega siðað fólk horft upp á þetta aðgerðalaust?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sæmilega siðað fólk. Þvílíkt orðbragð.Þetta eru allt saman heiðursmenn og fáeinar heiðurskonur sem sáu ekkert athugavert við þetta. Við vorum í bestasta landinu og stórasta þjóðin í heimi. Þetta gat ekki klikkað.

Gísli Ingvarsson, 8.12.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband