7.12.2008 | 14:09
Nú er komið nóg, út með helvítis kreppuna.
Ég var að horfa á Silfur Egils, sem annars eru mikið ágætir þættir. Þar eru kreppan númer 1,2 og þrjú. Mér var litið upp og rakst á eftirfarandi staðreyndir. Konan mín og dóttir voru að baka kökur í eldhúsinu og hlustuðu á falleg jólalög af diski. Úti er hvít jörð, falleg og jólaleg. Jólin nálgast og ég enn einn daginn að hlust á krepp.. kreppu... kreppu... og meiri kreppu. Þessi andskoti er að ná undirtökunum í öllu. Nú það sem eftir af deginum má kreppan fara til helvítis, ekki meir ekki meir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.