Nú reynir á stjórnendur landsins að spila úr spilunum.

Maður hugsar um það með hryllingi að það sé möguleiki í stöðunni að erlendir spákaupmenn hirði þessi verðmæti en við Íslendingar sitjum upp með lánið. Það er fræðilegur möguleiki. Kannski er það ekki rétt að vera með þessa svartsýni, en þessir fjármunir eru að fara í sömu hendurnar á mönnum sem  eru búnir að spila úr spilunum eins og raun ber vitni.
mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margar spurningar vakna og vona ég svo sannarlega að peningarnir verða vel nýttir. Annars heyrði ég í fréttunum um daginn að hagfræðingar teldu að stefna stjórnvalda að styrkja gjaldeyrisforðann sé ekki traust leið. Því að gjaldeyrisforðinn er þegar farinn að styrkjast örlítið og mun krónan komast á beina braut aftur eftir hálft ár.
 
Annars er ekkert tekið mark á hagfræðingum í dag. Aðeins dýralæknum. 
 
En sjáum til hvað gerist.

Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 01:00

2 identicon

Maður er skíthræddur um að þetta fari allt til fjandans. Ekki hefur þeim gengið vel hingað til.

Inga (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband