20.11.2015 | 13:22
Kannast einhver við orðatiltækið að vera á djöflamergnum.
Ég man eftir ágætum þáttum sem vor í útvarpinu um íslenskt mál. Eitt sinn varpaði stjórnandinn þessu til hlustenda og spurði hvort þeir könnuðust við orðatiltækið "að vera á djöflamergnum"?
Gömul kona að vestan kvaðst kannast við þetta orðatiltæki og væri það notað um bændur sem færu á næstu bæi og fengu lánað fé hjá sveitungum sínum. Síðan var það algengt að þegar smalað var saman fé á haustin skilaði sér ekkert fé til bændanna. Sögðu þá bændur gjarnan hver við annan "nú sitjum við á djöflamergnum"
Jón Ásgeir á djöflamergnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Athugasemdir
Orðið djöflamergur er nafnorð, ekki sögn
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 17:16
þETTA ORÐ VAR MOTAÐ UM SLÆMT FÓLK Í GAMLADAGA- HANN ER DJÖFLAMERGUR---
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.11.2015 kl. 18:10
Erum við þá ekki öll meir og minna einhverskonar djöflamergar? Sam-visku-bitið í mínu hjarta segir mér að ég hafi á einhvern margbrotinn hátt gert rangt í lífinu, í mínum óvitaskap og villuvegferð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.11.2015 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.