7.11.2015 | 11:02
Útkall í næturvinnu hver borgar?
Það er fróðlegt að fá að skyggnast inn í störf löglerlunar. Það sem situr í mér er af hverju þeir sem fá þjónustuna, biðja um hana eða stofna til hennar eru ekki látnir borga fyrir veitta þjónustu. Af hverju á ég sem svaf á mínu græna eyra í nótt að taka þátt í öllum þessum útköllum. Ef ég fæ einhvern hingað heim til að þjónusta mig, rafvirkja,pípara, múrara eða hvern sem er þá borga ég fyrir veitta þjónustu. En ef ég stend hér úti á svölum og öskra eins og auli þannig að grannar mínir geta ekki sofið (eitt svipað útkall kom hjá löggunni í nótt)þá kemur löggan og reikningurinn fer á skattgreiðendur? Af hverju fer reikningurinn ekki á þann er til útkallsins stofnaði?
Tæplega 90 mál lögreglu á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem þurfa á þjónustu lögreglu eða sjúkrabíls að halda borga náttúrulega fyrir þetta með sköttunum sínum, eins og allir sem greiða skatta.
Ég held að ef farið væri í að rukka svona að þá myndi það jafnvel leiða til þess að fólk myndi í einhverjum tilvikum veigra sér við að hringja eftir aðstoð.. reyna jafnvel að leysa málin sjálf eða eitthvað þannig.
En eins og með björgunarsveitirnar ... ef við tökum dæmi: túristar sem hafa farið gegn tilmælum og viðvörunum og rokið uppá hálendi og lent í veseni og kalla þarf út björgunarsveit með miklum tilkostnaði ... þetta ættu viðkomandi einstaklingar að greiða fyrir úr eigin vasa.
Einar Einarsson (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.