Eigum við von?

Sennilega hefur Steingrímur J. tekið að sér eitt erfiðast og flóknast verkefni sem einn stjórnmalamaður getur tekið sér á hendur. Heil þjóð var á skerinu eftir siglingu ríkisstjórnar Geirs Haarde. Steingrímur með sitt gamla jarðfræðipróf virtist ófeiminn við að takast á við þetta verkefni. Helst leitaði hann í smiðju gamalla allaballa sér til ráðgjafar.Svavar var sendur í Icesave verkefnið og fannst Steingrími Svavar lenda því glæsilega. Indriði fyrrum skattstjóri og alt muligman fékk heldur betur hlutverk.  Á skipsfjöl hjá Steingrími var doktor í hagfræði. Steingrímur virtist ekki hafa nokkuð hlutverk handa honum. Steingrímur klúðraði Icesave hrikalega. Sjóvá verkefnið, Spkef verkefnið voru leyst með þeim hætti að best væri að láta almenning bara borga þetta mess. Betur og betur er að koma í ljós hversu hrikalega léleg stjórnun var á þeim flóknu verkefnum sem við var að eiga. Steingrímur J. er ekki vondur maður. Þvert á móti er Steingrímur gáfaður og skemmtilegur maður. Það hefur ekkert með það að gera að verkefnin sem hann tók að sér fyrir hendur voru illa af hendi leyst. Að sjálfsögðu á Steingrímur að stíga til hliðar og hætta í pólitík. Ríkisstjórn Geirs Haarde hafði enga tilfinningu fyrir hvert stefndi. Þeir menn sem í þeirri ríkisstjórn sátu ættu aldrei að koma nálægt pólitík meir. Þar á meðal eru Guðlaugur Þór og Einar forseti alþingis. Nú nýverið var Kristjáni Guðmundssyni þjálfara Keflvíkinga sagt upp störfum. Sú uppsögn var ekki út af því að Kristján sé vondur maður.Nei, Keflvíkingar vilja sjá meiri árangur. Ef stjórnmálamenn ná ekki árangri, þá eiga þeir sjálfir að hafa vit á því að stíga til hliðar. Að sjálfsögðu eigum við kjósendur að gera kröfu til stjórnmálamanna. Ef þeir ná ekki árangri þá eigum við ekki að kjósa þá. En svo virðist vera að við kjósum sömu mennina aftur og aftur alveg sama hversu vonlausir þeir eru. Það er kannski ástæðan fyrir þessu vonleysi sem ríkir í þjóðfélaginu þessa daganna.


mbl.is Ríkissjóður afsalaði sér ábatanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll egill

góður punktur hjá þér, ég skil ekki af hverju þetta virðist vera auðskilið í boltanum og flestum greinum, að láta fagmennskuna ráða þessu en ekki í pólitík. Ég held að það er vegna þess að menn treysta betur einhvern í sama flokki og velja því úr einhverjum þröngum kallaklúbbi án nokkurs tillits til þess hvort að það komi faginu við eða vandamálinu við. Það gerðust undur og stórmerki þegar Lars Lagerbek tók við íslenska liðinu, er það eins víst ef menn hefðu sótt í t.d. Hjörleif eða Svavar?

gunnar (IP-tala skráð) 6.6.2015 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband