1.6.2015 | 11:15
Innheimtu stóriðjan.
Miðað við dráttarvexti seðlabankans sem eru 12,25 % fara dráttarvextir hátt í einn milljarð á ári sem leggjast á þessi vanskil þ.e 7,1 milljarð.
Staðreyndin er sú að þegar lán fara í vanskil eru dráttarvextirnir ekki stærsti kostnaðarliðurinn. Kostnaður með öllum mögulegum nöfnum (innheimtukostnaður, vanskilakostnaður, tilkynningarkostnaður lögfræðikostnaður og.fl) er hærri. Í mörgum tilfellum fer vanskilakostnaður í hundruð prósenta refsingu. Það er ekki hægt að líkja innheimtuiðnaðinum við annað en stóriðju. Þannig flytjast milljarðar króna frá illa höldnum skuldurum til innheimtufyrirtækja. Hvergi er sérhagsmunahyggja stjórnmálanna skýrari en í þessum iðnaði. Ákveðin hópur manna (aðallega lögfræðingar) vilja hafa þetta business með góðan rekstrargrundvöll. Aumir stjórnmálamenn láta þetta ganga yfir síg. Jafnvel sömu stjórnmálamenn sem stjórnuðu með þeim hætti að skuldi heimilanna tvöfölduðust á stuttum tíma.
Vanskilin nema 7,1 milljarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þennan meinta samdrátt "vanskila" má eflaust rekja að stærstu leyti til lána sem hafa verið fullnustuð með nauðungarsölu og eru þar af leiðandi ekki lengur í "vanskilum".
Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2015 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.