Er sigur okkar á Hollendingum líka í hættu?

Eins og allir muna lögðum við Hollendinga í fótbolta síðla á síðasta ári. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé hugsanlegt að sá sigur sé líka í hættu? Ef við tökum að okkur að borga þessa 1000 miljarða eru það 12,5 mkr á mína fjögurra manna fjölskyldu. Ef ég mætti kjósa eitthvað sem héti rugl ofar öllum ruglum þá fengi Icesave atkvæðið mitt.


mbl.is Icesave-málið lifir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessu er auðvelt að svara. Nei, sigur íslenska ríkisins er ekki í neinni hættu. Það mál sem hér um ræðir er á milli réttra aðila, tryggingasjóðanna í Bretlandi, Hollandi, Íslandi, og þrotabús Landsbankans. Það er í fullu í samræmi við kröfur þeirra sem höfnuðu ríkisábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu og dóm EFTA-dómstólsins þar sem sú niðurstaða var staðfest. Þetta mál sem hér um ræðir felur beinlínis í sér viðurkenningu Breta og Hollendinga á því að rangt hafi verið af þeim að beina kröfum sínum að íslenska ríkinu, og þress í stað sé rétt að beina þeim kröfum að tryggingasjóðnum, en hann er sjálfseignarstofnun sem nýtur ekki ríkisábyrgðar sbr. áðurnefndan dóm EFTA-dómstólsins frá janúar 2013.

Í stuttu máli þá eru þetta mjög góðar fréttir og staðfesta enn frekar fullnaðarsigur Íslands í málinu!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2015 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband