Er kaupfélags formið verra eða betara en önnur form.

Eftir að allt hrundi hér til helvítis haustið 2008 leitaði sú spurning á undirritaðan hverjir væru bestu eigendur og hirðar af fyrirtækju og hvaða eigendaform væri best. Kaupfélag er eitt eigandaform. Sú spurning hefur orðið æ áleitnari á undirritaðan hvort þetta form kaupfélag sé ekki bara nokkuð gott rekstrar og eigandaform. Mér hefur blöskrað hvernig talað hefur verið um Kaupfélag Skagfirðinga. Ég held að mörg byggðalög væru betur stödd ef þeir hefðu mann eins og Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra þeirra Skagfirðinga í sínum ranni. Er ekki staðreyndin sú að eigendur af þessum verðmætum sem kaupfélagið hefur byggt upp í gegnum tíðina er í eigu Skagfirðinga.Eru Skagfirðingar hræddir um að kaupfélagið og allur kvóti þess verði seldur burt úr byggðalaginu? Ekki greiðir Kaupfélagið arð til Þórólfs umfram arð til annarra eiganda? Við þekkjum arðgreiðslur úr fyrirtæki eins og t.d Granda. Í Granda eru fáir og sterkir eigendur. Er það eigendaform betra en td eigandaformið í Skagafirð? Það er með eindæmum að í stað þess að ræða hvernig við viljum byggja upp landið og með hvaða formi, skuli fólk og jafnvel alþingismenn sem ættu að vera leiðandi í umræðunni naga niður það sem vel er gert og gæti þess vegna verið fyrirmynd. Allavega mikilvægt inn í umræðuna.

Skagfirðingar eiga og mega vera stoltir af sínu kaupfélagi og leiðtoga þess Þórólfi Gíslasyni.


mbl.is Tekur upp hanskann fyrir Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Egill Jón: - sem og aðrir gestir þínir !

Kaupfélags formið: getur oft verið hið hentugasta, og hið bezta mótvægi við mis- gráðugum Kaupmönnum víðs vegar,Egill.

En: þegar menn, eins og Þórólfur Gíslason og ýmsir, honum áþekkir, fá að sprikla í forar eðju spillingar og ofur- græðgi, er aldrei von á góðu.

Eða: hví skyldi Þórólfur og hans vinir ENN ÞANN DAG Í DAG:: ekki vera búnir, að gera grein fyrir örlögum Samvinnutrygginga sjóðsins (Giftar reikninga), tæpum áratug eftir, að´gamlir sem yngri iðgjaldendur áttu að fá þá fjármuni sína endurgreidda, sem um var rætt á sínum tíma ?

T. d.: að taka ?

Myrkviðir hráka Kapítalismans: eru ekkert síður athugunarverðir norður í Skagafirði, en víðar um grundir, Egill minn.

Með beztu kveðjum: af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason,

fyrrum liðsmaður hins ágæta Kaupfélags Árnesinga (1980/1981 og 1991 - 1995), sem illa þenkjandi fjárplógsmenn komu á kné, undir lok 10. áratugar síðustu aldar - þó kennitala þess tóri, í vel geymdri skúffu, austur í Selfoss skíri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 14:08

2 identicon

Sæll Óskar sunnlendingur.

Ég vildi gjarnan vera með þér á fundi og í þeim sal þar sem fundarefnið væri. Hverjir eru bestu eigendur og umsjónarmenn og hirðar framleiðslufyrirtækja. Ég vinn hjá Norðuráli á Grundartanga. Því ágæta fyrirtæki. En hverjir eiga Norðurál? Því er auð svarað. Cencury, sem staðsett er í Californiu usa. En hverjir eiga Cencury. Jú, Glencore. Glencor er þvílíkur risi í heiminum að NA er aðeins dropi í hafi í eigendaflóru Glencore. Ég vil spyrja er þetta eigendaform gott? Ég vil halda áfram og spyrja. Værum við starfsmenn góðir eigendur af NA td 20%. Væri annað hugarfar til vinnunnar okkar? Eru hrægammasjóðir góðir eigendur og hirðar, með öllum sínum vafningum og vefjum. Þessi spurning um eigendaform eru ekki bara knýjandi hér á landi heldur í heiminum öllum. Ég er ekki endilega að dásama kaupfélagsformið eins og það var síðustu 50-70 ár.En það er gott innlegg inn í umræðuna sem ég vildi og vonaði að færi af stað eftir að hér hrundi allt til helvítis 2008.Í athugasemd þinni sýnist mér að þú blandir nokkuð saman þeirri combination kaupfélög og Sambandið.Sú þróun sambandsins og kaupfélaganna var hræðileg síðustu tvo til þrjá síðustu áratugina. Ég veit Óskar að við erum allavega sammála um eitt þe að umræðuefnið er brýnt. Þar sem meðal annar kæmi inn í umræðuna hvort lýðræðið

 í því formi sem það er í dag sé ónýtt. 

Meðbestu þökkum og kveðjum á suðurlandið.

Egill Jón

Egill Jón (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 15:29

3 identicon

Sæll á ný: Egill Jón !

Þakka þér fyrir: einarðlegt andsvar þitt, sem vænta mátti.

Jú: jú, á milli okkar eru Himnar og Höf hugmyndafræðilega Egill minn, en víst er um það, að vel getum við rætt málin, á hinum ýmsu sviðum.

Þú:verandi lýðræðissinni af gamla skólanum - ég aftur á móti: fylgismaður Spænskra og Líbanskra Falangista, yst úti á Hægri brúninni, auk félaga minna í Kúómingtang hreyfingunni, austur í Kína, auk annarra.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 15:41

4 identicon

Að lokum.

Ég var að koma frá bókasafninu og tók þar Sjálfstætt fólk. Er það ætlun mín að  rifja upp söguna af Bjarti í sumarhúsum. Ég held að það sé ágætis fóður í vangaveltum mínum um nýtt og ónýtt lýðræði. Ég fornumast þegar þú kallar mig lýðræðissinna af gamla skólanum. Ég er þvert á móti að leita af nýrri tegund af lýðræði. Ég þekki ekki þá hreyfingu sem þú kalla Kúmingtang. En á eflaust eftir að googla þá hreyfingu. En fyrst ætla ég í smiðju til Bjarts í sumarhúsum.

Með sólar kveðju frá Reykjavík

Egill Jón

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 16:15

5 identicon

Sæll - sem oftar: Egill Jón !

Þakka þér fyrir: Egill Jón - og megir þú og þitt fólk hafa það, sem allra bezt.

Nei - þú verður ekki fyrir vonbrigðum þar: lesandi þér til, um fyrstu leiðtoga Kínverska lýðveldisins:: þá Dr. Sun Yat- sen / svo og Chiang kai- Shek o.fl., en Chiang barðist af alefli gegn Maó hyskinu, unz undan varð að síga 1949, þó Taiwan spjari sig nú ágætlega - á hinum ýsmu sviðum.

Og - gangi þér vel einnig: með Bjarts (í Sumarhúsum) fræðin, Egill minn.

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 17:11

6 Smámynd: Sigurður Baldursson

Kaupfélagi Skagfirðinga hefur gengið vel undanfarin ár. Góður hagnaður hefur verið af rekstrinum . En hvert hefur hagnaðurinn farið ??. jú í uppbyggingu fyrirtækisins sem og nýtist sveitarfélaginu og fólkinu sem þar býr. Sem betur fer þá greiðir KS ekki út meirhluta af hagnaði sínum, eins og t.d. Grandi til eigenda, heldur nytir hann til fjárfestinga í héraði. Um það má sennilega endalaust deila hvort betra sé að greiða eigendum svimandi háar upphæðir í arð eða samfélaginu öllu í formi fleiri atvinnutækifæra og sterkara fyrirtækis   

Sigurður Baldursson, 17.5.2015 kl. 20:52

7 identicon

Sælir - á ný !

Sigurður Baldursson !

Væri þá nokkuð úr vegi: að rannsakað yrði - hvaðan sá hagnaður KS er sprottinn ?

Þó svo: að vegna undirliggjandi spillingar og óreiðu í ísl. samfélagi, þyrfti að sækja rannsakendur til : Suður- Ameríku / Afríku eða Asíu, jafnvel ?

Það er ekki einleikið: hvað þetta félag berst á, á sama tíma, og Kaupfélag Steingrímsfjarðar / Kaupfélag V.- Húnvetninga, auk annarra Sambands fyrirtækja gamalla, eru rekin af hógværð og einurð:: skrumlausri.

Með beztu kveðjum - sem öðrum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 21:15

8 identicon

 Gott innlegg Sigurður.

Mig undrar það þegar Sagfirðingar umgangast kaupfélagið sitt eins og óhreinu börn Evu. Skagfirðingar eiga að hampa því sem vel er gert í hinum fagra firði Skagafirði.

Með kveðju úr Reykjavík.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband