Ekki sambærilegt.

Við erum með helmingi hærri laun en norðmenn og er því ekki saman að jafna. Gáfu samtök atvinnulífsins ekki út tilskipun hér fyrir nokkrum misserum þar sem sagði að við ættum ekki að bera okkur saman við norðurlöndin? Við stæðum þeim svo mikið framar og þyrftum að fá önnur viðmið.


mbl.is Nær helmingi ódýrari í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er þetta ekki öfugt hjá þér, eru laun ekki nærri helmingi hærri í Noregi?

Og jú, SA gáfu út að ekki mætti miða laun á Íslandi við laun annarra Norðurlanda. Varla hefðu samtökin gert slíkt ef laun þar væru helmingi lægri en hér?

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2015 kl. 07:47

2 identicon

 Gunnar. Hér er um ákveðna kaldhæni að ræða. Mismunur á Noregi og Íslandi er sennilega sá að Noregi er sennileg helmingi betur stjórnað en Íslandi ef við horfum til síðustu áratuga.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 07:59

3 identicon

ég ætti nú meira en helming eftir af mínum útborguðum launum ef ég keypti þetta tæki :D

Jóna Ingibjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 08:20

4 identicon

Tökum t.d. smið á Íslandi og í Noregi:


Á Íslandi er smiður með ca. 2.400kr á tímann sinnum 173 tímar í mánuði = 415.200kr. fyrir skatt. Sjónvarpið í Elko kostar 320.000 kr. Það er því 77% af heildalaunum smiðs.

Í Noregi er smiður með ca. 220kr. á tímann sinnum 173 tímar í mánuði = 38.060kr. fyrir skatt. Sjónvarpið í Noregi kostar 10.000kr. Það er því 26% af heildarlaunum smiðs. 

Þetta er skýrt dæmi um kaupmátt. Hann er miklu hærri í Noregi og launin þar einnig. Það er ekki hægt að umreikna staka hluti í noregi og færa þá yfir í íslendska krónur.

Magni (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 08:41

5 identicon

Halló Halló!!
Magni það hlýtur eitthvað mikið að vera að þegar þú sem einstaklingur getur keypt sjónvarp á smásöluverði í Noregi, flutt það til Íslands og borgað öll gjöld og samt komuið út í PLÚS!!

Tökum þetta dæmi:
Verð í Noregi: 172.000
Þyngd: ca 17kg

Gefum okkur að flutningskostnaður sé 10.000 kr.

Reiknivél tollur.is gefur okkur þá: 244.462 kr.. Sem gerir 75.533 í plús..

Í þessu dæmi ertu að borga tvöfaldan virðisauka af sjónvarpinu þar sem miðað var við smásöluverð í Noregi. Ef þú myndir endurreikna dæmið og taka norska skattinn af á væri munirinn enn meiri!

Davud (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:23

6 identicon

Þið hafið væntanlega séða að umboðsmaður Samsung, Ormsson er með tækið á 379.900

http://www.samsungsetrid.is/vorur/938/

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 15:53

7 identicon

Magni, smiður tekur a.m.k. 5000 kr á tímann.  Við erum með nokkra í vinnu.

Flubber (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 22:37

8 identicon

Birgir..
Ormson hafa nú ekki verið þekktir fyrir ódýr verð en Elko hefur gefið sig út fyrir það að vilja vera með lægstu verðin sbr. herferð þeirra um að endurgreiða mismun ef maður finnur sömu vöru ódýrari annarsstaðar..

Það breytir litlu þó svo að einhver önnur búð okri ennþá meira... það eru eflaust aðrar búðir í Noregi sem eru dýrari en Elgiganten.. 
Samanburður Elko og Elgiganten var líka heppilegur þar sem Elko var sagt versla af Elgiganten ...

David (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband