13.1.2015 | 17:49
Hvert er hlutverk alþingismanna?
Þann 03.12 síðastliðinn fór þessi sami Ásmundur í pontu þingsins og ræddi þar hvernig bankinn fór með offorsi að erlendri fjölskyldu og hafði af þeim íbúð þeirra fyrir skuld sem var að upphæð 50.000 kr. Lýsti Ásmundur ágætlega hvernig óréttlætið í innheimtumálum væri ómanneskjulegt og ógeðfellt. Staðreyndin er hins vegar sú að innheimtufyrirtæki og bankar vinna nákvæmlega eftir lögum sem sett eru á alþingi. Finnist Ásmundi lög um innheimtu vera óréttlát á hann að leggja fram frumvarp til laga og breyta lögunum. Nú vill Ásmundur kanna bakgrunn ákveðinna þjóðfélagshópa. Ef til er eitthvað sem heitir pólitískur ómöguleiki þá er það sennilega það að ætla að taka ákveðið mengi út úr þjóðfélagsmyndinni og kanna bakgrunn þeirra.Stundum finnst mér eins og að alþingismenn séu ekki með það á hreinu hvert hlutverk þeirra er í samfélaginu.
Sakar Ásmund um fávisku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.