Hvað má skattlegga?

Mín upplifun af skattlagningu ríkisvaldsins, er að það er með ólíkindum hvað hægt er að skattleggja og hvaða tegundir af sköttum hægt er að leggja á einstaklinga. Það má staldra við fasteignaskatt. Eftir hrun var það mjög algengt að einstaklingar áttu minna en ekkert í fasteignum sínum. Samt þarf þú að borga fasteignaskatt af eigninni. Í raun er verið að borga skatt af skuldum. Ef ríkið hefur ekki þann rétt að leggja bankastatt á bankana, þá erum við komin að einhverskonar endamörkum sem samfélag. Í raun er það kjarkur Íslandsbanka að bjóða almenningi upp á þetta prógramm sem þessi bankinn er að setja í gang. Er hér ekki ágætt dæmi um hvað fólk getur orðið veruleikafyrt og úr sambandi við umhverfi sitt.


mbl.is Búið að kæra bankaskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú hittir eiginlega naglann á höfuðið í þessum ágæta pistli.

Ef Glitni tekst einhvernveginn að sýna fram á að skattar séu ekki löglegir þá ætla ég að hætta að borga þá um leið og senda ríkinu reikning fyrir þeim sköttum sem það hefur rukkað mig um fram til þessa.

Auðvitað væri það fáránlegt, en það er einmitt það sem Steinunn Guðbjartsdóttir er að bjóða okkur upp á: botnlausan fáránleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2014 kl. 13:05

2 identicon

Þetta er orðið ótrúlegt samfélag - þeir sem högnuðust mest á hruninu eru ósnertanlegir, þrátt fyrir að eiga stóran þátt í mörgu bulli sem viðgekkst.

t.d. að kaupa eigin hlutabréf og hækka viðrið til að lokka fleiri til að kaupa - almenningur keypti hlutabréf í banka, taldi það góða fjárfestingu, og í von um hagnað en sorry - þeir plötuðu almenning, þetta var ekki eins arðvænlegt og það leit út fyrir - ALmenningur/hluthafar tapa því sem þeir lögðu í bankann en þeir sem sátu við stjórnvölin keyptu skuldirnar fyrir slikk og rukkuðu fullt inn - sorry - þannig er þetta bara - og enn eru stjórendur banka ekki sáttir - og þá kæra þeir -

Afhverju er ekki löngu búið að gera sáttaumleitanir með fjármálafyrirtækjum- hætta þessum málarekstri sem kostar formúgu og fá þá til að greiða upp í það tjón sem þeir ollu

Sigurður (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður. Sáttaumleitanir hafa verið reyndar til þrautar. Fjármálafyrirtækin vildu ekki sættir. Það að stjórnvöld skuli bara láta þar við sitja í stað þess að gæta hagsmuna almennings, ber vott um algjört dugleysi þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2014 kl. 13:17

4 Smámynd: Hvumpinn

Ég myndi vilja sjá Steinunni Guðbjartsdóttur gerða útlæga til Tortola. Held að hún eigi ágætlega heima þar.

Hvumpinn, 30.12.2014 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband