Stýrivextir 120 sinnum hærri á Íslandi en í Evrulöndum.

Í þessari frétt kemur fram að seðlabanki EVRÓPU ætlar að halda stýrivöxtum óbreyttum þ.e í 0,05 %. Á Íslandi eru stýrivextir 6% eða 120 sinnum hærri. Nú nýverið lenti sá er þetta skrifar í þeirri ógæfu að greiða reikning frá Orkuveitu Reykjavíkur 26 dögum of seint. Vegna þessa yfirsjónar minnar fannst OR eðlilegt og væntanlega sanngjarn að refsa mér með því að reikna 269,4% árs dráttavexti ofan á reikninginn. Hér erum við lokuð inni í girðingu okurvaxta. Ég hef á því vissan skilning að fleiri og fleiri sýni því áhuga  að sameinast Noregi og lifa og starfa eftir þeirra laga og regluverki. Ég sé vissa þrepaskiptingu í þessum vaxtamálum. Fyrst þrepið stjórnast af ofsagróða. Í kjölfar ofsagróða fylgir siðblinda. Það að rukka viðskiptavini sína um ársvexti  sem er mæld í hundruðum prósenta er siðblinda. Ég vil ekki að börnin mín alist upp í þessari geðveiki vaxa. Ég vil að börnin mín alist um í sambærilegu vaxtaumhverfi og börn sem búa í nágrannalöndum okkar. Ég velti því fyrir mér hvað sé hægt að gera til að stoppa þessa geðveiki. Það er ekki hægt að  kjósa okkur frá þessu. Svo virðist vera sem lýðræðið sé óvirkt til að laga þetta. Það sem ég vil og ætla að styðja ef ekki eru aðrar leiðir er ófriður. Sennilega verður þessu ekki breitt nema með borgaralegri óhlýðni. Mín tilfinning er sú að þrýstingurinn sé stöðugt að aukast, sem endar bara á þann vega að kerfið springur.
mbl.is Vextir á evrusvæðinu óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband