Þvílíkt skrímsli þessi vísitala.

Ef sígarettupakkinn hækkar, þá hefur það áhrif á vísitöluna og lánin okkar hækka. Sama er með áfengi og yfirleitt allt sem hreyfist. Ef bílalán lækka niður í núll, þá lækkar ekki vísitalan, nei þvert á móti er hætta á að hún hækki eins og Frosti bendir á í þessari grein. Er ekki komin tími til að ráðast með lurkum á þetta skrímsli sem heitir vísitala.
mbl.is Bílalánin í reynd ekki ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísitalan er bara mælikvarði á verðlag. Að kvarta yfir vísitölunni er eins og að kvarta yfir hitamælinum þegar manni er kalt. Kuldinn er ekki hitamælinum að kenna og þó þú brjótir hitamælinn hitnar ekki. Eina leiðin til að halda vísitölunni óbreyttri er að halda verðlagi óbreyttu.

Oddur zz (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 15:56

2 Smámynd: Egill Jón Kristjánsson

Þú skilur ekki ádeiluna Oddur. Ef vextir lækka um 10% af lánum til bílakaupa. Af hverju á þá vísitalan ekki að lækka. Nei, þvert á móti er hætta á að hún hækki. Hverskonar mælir eða mælieining er það.

Egill Jón Kristjánsson, 13.1.2014 kl. 18:13

3 identicon

Vísitalan mælir verðlag vöru ekki vaxtastig lána. Séu vextir faldir í "staðgreiðsluverðinu" frekar en að vera taldir sér þá er "staðgreiðsluverðið" hærra en annars hefði verið. Í vísitölumælingunni á að vera raunverulegt staðgreiðsluverð án hinna ýmsu kostnaðarliða og afslátta sem einstakir viðskiptavinir geta samið um eða þurfa að bera. Sé verslunin að beita blekkingum er það eins og að setja kerti undir hitamæli, og ekki er hægt að kenna hitamælinum um það.

Oddur zz (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband