5.9.2012 | 14:48
Hverful hamingja.
Sennilega hefur hamingjan með kvótakerfið hvergi verið meiri en í Vestmannaeyjum. Þannig fóru skip frá öðrum byggðalögum inn í púllíuna í Vestmannaeyjum og hamingjan þar á bæ var mikil. Rökin þekkja allir. Er ekki betra að veiða á eitt skip þar sem áður var veitt á tveimur. Frá Höfn fór til dæmis Æskan SF sem síðar varð Drangavík. Ég er ekki grunlaus um að bankinn hafi þvingað í gegn þessa sölu. Önnur dæmi væri hægt að nefna þar sem skip og kvóti fluttust frá öðrum stöðum á landinu til eyja. En hamingjan er hverful. Nú er kvóti og skip að yfirgefa eyjarnar. Nú spyrja þeir sem voru í hamingjuvímu yfir kvótakerfinu. "Hvar er réttlæti þessa heims"?
Vestmannaeyjabær vill fá svar fyrir föstudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.