26.6.2012 | 23:03
Að tala tungum tveim.
Nú er ég ofsalega ósammála flokksbróður mínum Kjartani. Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir því að það þurfi að örfa atvinnulífið. Við getum velt því fyrir okkur hver staðan væri í dag ef sú ákvörðun hefði verið tekin að hætta við bygginu húsins síðla árs 2008. Hvað hefð borgin þá fengið mikið í fasteignagjöld? Hverjar eru óbeinar tekjur (ekki í rekstrarreikningi Hörpu) af húsinu í dag. Það er trú mín að hárrétt ákvörðun hafi verið tekin með því að klára húsið. Það hefði verið í anda núverandi stjórnar að gera ekki neitt . Blessunarlega var tekinn sú ákvörðun að kára húsið. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir stjálfstæðismenn að tala fyrir örfun atvinnulífsins og tala það síðan niður þegar eitthvað er gert. Það heitir að tal tungum tveim
Hrakspár vegna Hörpu að rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
A sama tima og tett hus var reist var verid ad taka tugi tusunda af greidslum til Aldradra og ørorkulifeyristega,korid nydur i heilbrigdiskerfinu,og nu er svo ad koma bakreikningur a tetta drasl,atvinnuskøun vissulega en atvinnuskøbun verdur lika ad vera a rekstrarlegum grundvelli en ekki rikisstirkt eins og tetta dæmi,vid buum nu ekki i Sovjet to maddur stundum gæti haldid td
Þorsteinn J Þorsteinsson, 27.6.2012 kl. 04:50
Það hefði nú verið hægt að gera mun meira fyrir 29 milljarðana heldur en að byggja 1 hús !
Staðreyndin er sú, að það er engin reksragrundvöllur fyrir svona dýru húsi !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 07:35
Audvitad er eingin rekstrargrundvøllur og tetta et bara byrjunin godir halsar,islenska tjodin a eftir ad blæda fyrir tetta mynnismerki um okomna framtid
Þorsteinn J Þorsteinsson, 27.6.2012 kl. 08:19
Er Birgir ekki að hitta naglann á höfuðið hérna þegar hann segir ástæðuna fyrir því að þetta hús sé ekki að borga sig sé vegna þess að rekstrargrundvöllur á svona dýru húsnæði vantar....
Þetta hús yrði flott undir vinnslu á fiskinum og ekki er verra að hafa það á besta staðnum og þá er ég að tala um með bryggjuna sér við hlið...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2012 kl. 08:36
Hvað eru fasteignagjöldin mikil af Hallgrímskirkju. Getur einhver frætt mig um það?
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.