14.4.2012 | 10:15
Stjórnunarleg afglöp í sjávarútvegi.
Þegar við kjósum fulltrúa til alþingis er þeim er kosningu fá treyst til að fara með þjóðarauðlindir. Einari K. var treyst fyrir þeirri verðmætustu auðlind sem við eigum sem er sjávarauðlindin. Það er vert að fara aðeins yfir það hvernig kaupin gerðust á eyrinni með aflaheimildir. Sá er átti aflaheimildir(látum liggja á milli hluta hvernig hann fékk þær)seldi þær og fékk allt upp í 4500 kr fyrir kílóið. Seljandinn fékk sinn pening og kaupandinn sitt kíló. Sem greiðslu til eiganda auðlindarinnar ( þjóðarinnar) var talið hæfilegt gjald 10%. Seljandinn hélt þá eftir nettó í sinn hlut rúmum 4000 kr. Þetta var sala um sem átti að vara um aldur og æfi, samkvæmt skilningi Einars K. Kaupandinn átti síðan að fá alla þá viðbót sem út yrði gefin í íslenskri lögsögu um ókomna framtíð. Engu breytti fyrir seljandann hvort hann fjárfesti aftur í íslenskum sjávarútvegi, fór með peningana til Tórtóla eða fjárfesti í verslunarhúsnæði í London eða Reykjavík. Skatturinn var alltaf sá sami 10%. Staðreyndin er sú að menn völdu gjarnan síst þann kost að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi af þeim kostum sem hér að ofan eru taldir. Það er vert að rifja það upp fyrir þá sem gleymt hafa að íslenskt efnahagslíf hrundi til grunna í okt 2008. Að ætla að taka sjávarútveginn út fyrir sviga í því efnahagshruni er fráleitt. Sú stjórnunarlega markaðsumgjörð sem var í íslenskum sjávarútvegi var glópska eða heimska. Að Einar Kr. skuli hafa kjark til að minna á það að þeir sem keyptu aflaheimildir í þessu idiósika viðskiptaumhverfi ættu þær um ókomna framtíð er ótrúlegt. Í mínum huga áttu hér stað afglöp í rekstri sjávarauðlindarinnar. Við sjáum það víða í hinum stóra heimi hvernig einstaklingar komast yfir þjóðarauðlindir með hjálp þriðjaflokks stjórnmálamanna. Gott dæmi eru olíuauðlindir víða í austurlöndum. Annað dæmi er Abramovich, gosinn sem á chelsea. Leikföng þessara manna eru víða sjáanleg í Ensku knattspyrnunni. Íslensk sjávarauðlind var á sömu leið. Í hendur á örfáum mönnum. Í minni orðabók heita stjórnunarhættir Einars kr. stjórnunarleg afglöp ekkert minna.
Þeir sem urðu fyrir skerðingu njóti aukningarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.