22.3.2012 | 13:46
Jæja, greyin.
Þegar ræningjarnir í Kardimomubænum voru gripnir af Basítan bæjarfógeta hafði fógetinn fulla samúð með ræningjunum. Jafnvel bakarinn líka. Þegar ræningajarnir höfðu hælt brauðunum hjá bakaranum sagjði hann "Jæja greyin, sögðu þeir það". Nú hefur héraðsdómur aumkað sig yfir olífélögin og fundist að það hefði verið brotið á andmælarétti þeirra. Niðurstaða er að almenningur sem var rændur af olíufélögunum þarf að greiða til baka 1,5 miljarð. Ræningjarnir í Kardimonubænum voru dæmdir fyrir sín brot og tóku út sína refsingu. Að refsingunni lokinni urðu þeir ekki bara betri borgarar heldur fyrirmyndaborgarar. En hver skildi verða niðurstaðan með olíufélölögin þegar við, almenningur höfum borgað til þeirra 1,5 miljarð. Skildu þau læra eitthvað. Ég verð að játa að stundum á ég erfitt með að skilja réttlætið. En það er nú kannski bara mitt vandamál.
Ríkið greiði olíufélögum til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.