Er sjálfstæðisflokkurinn séreign, sameign eða séreign sumra?

Síðla árs 2008 ákvað sá er þetta rita að nú ætlaði ég að láta mína rödd heyrast innan sjálfstæðisflokksins. Ég hef skoðun á hlutunum og mig langaði að heyra skoðanir flokks bræðra og systra, hvernig við ættum nú að bregðast við þeim atburðum sem þá gerðust. Ég leit þannig á að nú þyrftum við svolítið nýja sýn á hlutina. Allir sjálfstæðismenn ættu að geta verið sammála um grunninn sem er sjálfstæðis stefnan og frelsi einstaklingsins í umhverfi sínu. Ég ákvað að mæta á fundi í því hverfi sem ég bý í . En fundirnir sem haldnir hafa verið í því hverfi frá  2008 er sára fáir (teljandi á fingrum). Ég sá fljótt að mitt hlutverk mitt var í mesta lagi að mæta á fundi og spyrja (þá er sátu undir árum þegar siglt var fram af brúninni) örstuttra spurninga. Mitt hlutverk var að hlust á skýringar. Margoft lýsti ég þeirri skoðun minni við Hafstein Valsson þáverandi formann hverfafélagsins að fundirnir væru illa boðaðir og illa upp settir. Á tíma var óánægja mín það mikil að ég sendi beiðni um neftöng allra félagsmann í hverfinu og hugðist bjóða mig fram til formanns. Að sjálfsögðu var mér ekki svarað. Ég flokkast sennilega ekki undir séreignahópinn. Formaður félagsins Hafsteinn Valson lofaði mér að senda mér póst þegar fundir væru í félaginu. Nú í lok febrúar sendi ég póst á þennan formann og spyr hvor ekki fari að styttast í aðalfund. Ég fékk svar um hæl um að aðalfundur væri búinn, hann hafi verið auglýstur í morgunblaðin samkvæmt lögum félagsin. Þrátt fyrir beiðni mína um að senda mér póst um fundi og þrátt fyrir að Hafsteinn sé starfsmaður í Valhöll, var láti nægja að auglýsa fund Morgunblaðinu og að öllum líkindum boðaðir réttu mennirnir með samtölum. Ég spyr mig eftir þessi fjögur ár þeirra spurninga sem er hér í fyrirsögn. Svar mitt er að Sjálfstæðisflokkurinn er séreign. Lýðræðið er stórkostlega laskað og þörfin fyrir að byggja það upp er stórkostlegt. Ég velti því upp í huga mínum hversu hár meðalaldur séreignamanna er. Mér segist svo hugur að hann sé hár. Ég rakst á það að meðalaldir á Kópavogsfundinum sé hár.Mín vera í flokknum mælist í áratugum. Á meðan ég upplifi flokkinn sem séreign, þá sit ég hjá í kosningum. Megin verkefnið er að gera flokkinn að sameign, sameign um þau grunngildi sem flokkurinn stendur fyrir.  
mbl.is Kristján Þór annar varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Egill Sjálfstæðisflokkurinn "var" flokkur um frelsi Einstaklinsing til athafna en nú er Mogga hirðin búin að taka yfir og EINOKUN til athafna er tekin við. Úrslitin í þessari formans konsingu boðar enn aukin völd Moggahirðarinnar og EINOKUN um ekki aðeins miðin heldur einnig stefnu og skoðanir flokksins.

Ólafur Örn Jónsson, 17.3.2012 kl. 16:26

2 identicon

Geiri-gas lagður  laut í gras!

Almenningur (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 16:36

3 identicon

Tíst af flokksfundi:

Yfirstéttar snobbað fas,

ógurlegt var argþras,

Stjáni gleypti eitrað gas,

er Geiri sjálfur laut í gras!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband