26.2.2012 | 11:34
Dæmi um óhæfa stjórnmálamenn.
Hér varð hrun af því að við höfum haft of marga lélega stjórnmálamenn og stjórnendur. Nú er verð á bensíni og olíu komin í þær hæðir að óhjákvæmilega verða menn að horfast í augun á vandanum. Þá fara menn með tuggu eins og Mörður gerir hér að ofan. Með aukinni hækkun á bensíni á erlendum mörkuðum og prósentutengingu skatta við erlendar hækkanir vaxa skattarnir óhóflega. Að tala eins og að ef að gefin er eftir prósentuhækkun og farið í fasta krónutöluálagni tímabundið sé verið að gefa eftir skatta sem annars væru í hendi er fráleitt. Í mínu huga er tal eins og Mörður er með í þessari fréttt aðeins sýnishorn um lélega og óhæfa stjórnmálamenn. Sem er því miður of mikið af í öllum flokkum
Frumvarpið kostar 13 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það væri fróðlegt að fá að vita hversu mikið bensínsalan hefur dregist saman frá áramótum og hversu mikið sá samdráttur er að kosta okkur...
Þetta er svo vittlaus aðferðarfræði sem er verið að fara vegna þess að hún er öfugsnúin í raun og vinnur gegn uppgangi allsstaðar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.2.2012 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.