15.2.2012 | 01:38
Heldur Bjarni Ben. við Dorrit forsetafrú?
Heimildir herma að Bjarni Benidiktsson formaður sjálfstæðisflokksins sé farinn að halda við Dorrit forsetafrú. Þega DV bar þessar fréttir undir Bjarna neitaði hann. Kastljós hefur fengið veður af málinu og boðið þeim báðum að koma í Kastljós og tjá sig um málið. Dv spurði Bjarna hvort hann væri tilbúiin að opinber rannsókn fari fram á þessum ásökunum. Þessi atburðarás er í líkindum við síðasta þátt af hinum annars ágæta þætti Borgen sem sýnd er á RUV. Þar setja spunameistarar formannsins Laugesen það í gang að forsetisráðherran sé farinn að halda við spunameistara sinn, öllum brögðum er beitt. Það að fá Bjarna Ben. og Dorrit í Kastljós til að bera af sér þessar saki fengi ofsalegt áhorf. Auglýsingar fyrir þáttin seldust á uppsprengdu verði. Það er nefnilega mikið framboð á pólitík í þessum málaflokki. Nú er verið að krukka í fortíð Bjarna og hafa menn miklar áhyggjur af. Í dag höfum við forsætisráðherra sem sat undir árum þega skútunni var siglt fram af brúninni. Það þarf ekki einu sinni að rannsaka það, hún gengst við þvi. Ég sé ekki að fólk hafi neinar sérstakar áhyggjur af því, og þaðan af síður að Jóhönnu finnist það eitthvað mál. Er ekki kominn tími til að við að setja pólitíkina á örlítið hærri stall. Eða er þetta partur að hinu úrbrædda vestræna lýðræði.?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.