30.1.2012 | 00:13
Ekki spurning um hvort heldur hvenær.
Það er ánægjulegt að konan hafi sloppið vel út úr þessu slysi. Í mínun huga var ekki spurning hvort þarna irði slys eða ekki heldur hvenær. Þegar Harpa var tekin í notkun var umferðahraði settur niður í 30 km/klst fyrir framan húsið og var þorfin ærin. Þarna er mikil umferð af gangandi vegfarendum Mér finnst það með ólíkindum hversu illa ökumenn virða þann hámarksakstur sem þarna er. Þarna er slysagildra sem þarf að laga. Blikkandi ljós þar sem sýndur væri hraðinn á bifreið þinn gætu hjálpað til. Ef lögreglan mældi hraðan fyrir framan Hörpu er ég klár á því að margir ökumenn eru á tvöföldum hámarkshraða og jafnvel meira.
Unga konan slapp ómeidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefði verið nær að setja undirgöng þarna þegar var verið að grafa allt í drasl á sínum tíma, það hefði mátt leyfa arkítektum að sleppa sér í hönnunini svo Reykjavík gæti státað sig af dýrustu metrum í göngum á Íslandi. Ögmundur gæti þá fengið að setja upp vegtollaskýli báðu megin til að blóðmjólka túrista og tónlistarunnendur.
stebbi (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 12:18
Það voru þarna á götunni steinar af umferðareyjuni eftir snjóruðningstæki, sem trufluðu akstur á götunni og mjög dimmt, þetta er lítill sparnaður að kveikja ekki fyrr á götuljósavitum.
Lárus Baldursson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 13:47
Þarna á sér stað algjört hönnunarklúður. Einfalt og sjálfsagt hefði verið að setja annaðhvort undirgöng eða göngubrú yfir götuna- i raun algjörlega óskiljanlegt afhverju það var ekki gert.
Óskar, 30.1.2012 kl. 14:34
Algjörlega sammála Óskar. Ef einhverstaðar ættu að vera undirgöng, þá er það þarna fyrir framan Hörpu.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.