30.10.2011 | 20:03
Ráð frá manni sem sýndi afglöp í starfi, nei takk.
Á vakt Einars í starfi sjávarútvegsráðherra gerðist þetta. Menn seldu heimildir sem þeir áttu, fyrir allt upp í 4500 kr þorskígildið. Kaupendur fengu lán hjá bönkunum fyrir kaupunum. Seljendur þurftu einungis að greiða 10% skatt af sölunni. Þannig fóru menn út úr greininni með miljarða gróða eftir skatt. Kvað gerðu þeir síðan við söluhagnaðinn?. Fór hann í sjávarútgerð. Nei, frekar í bankana, verslunarhallir í Reykjavík, Tortóla og víða. Þetta gerist á vakt Einars. Í mínum huga heita þetta embættis afglöp, ekkert minna. Hann hefði auðveldlega getað beint þessum fjármunum aftur inn í sjávarútveginn. Nú er þessi sami Einar tilbúinn að gefa ráð um skattlagningu. Nei takk, ég vona að þessi sami Einar komist aldrei í þá stöðu að gefa þessari þjóð ráð í skattamálum og eða skattlagningu.
Gjaldtaka dregur úr arðbærni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2011 kl. 06:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.