HB Grandi í eigu vogunarsjóða.

Nú hverfur þriðjungur af Granda í hinn ósýnilega heim banka og vogunarsjóða. Af hverju eru þessi mótmæli sem nú breiðast út um öll bandaríkin? Það er verið að mótmæla þessari þróun. Græðgi vogunarjóða og banka. Nú sogast þetta stór eignahluti í stærsta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með kvóta, skip tæki og tólum in í þennan myrka heim. Nú þegar u.m.þ.b 1% af fjöldanum er að sölsa undir sig 99% af verðmætum heimsins, fer að nálgast endimörkin. Hversu lengi ætlar fólk að horfa upp á þessi myrku öfl ryksuga til sín verðmæti án þess að aðhafs nokkuð. Stærst pólitíska spurning sem snýr að okkur núna er þessi. Hverjir eru góðir eigendur og hverjir eru slæmir? Við þekkjum marga eigendur, við þekkjum Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Björgólfa og fleiri þeim líkum. Voru þetta góðir eigendur? Nei ég held að enginn taki undir það. Það sem ég óttast mest er að þeir eigendur sem tak við af þessum sem fyrir voru verði jafnvel enn verri. En ef það eru til vondir eigendur eru þá ekki líka til góðir eigendur. Ég velti því upp hvort starfsmenn HB. Granda séu góðir eigendur? Já ég held að þeir væru langtum betri en þær eigendagrúbbur sem ég taldi hér að ofan. Ég velti þessari spurningu upp á fundi sjálfstæðisflokksins um helgina. Ég hefði eins geta farið niður í ruslageymslu og barið í tunnurnar. Nú þurfum við sem þolum þetta ekki lengur og taka í taumana. Við þurfum að koma verðmætum landsins í hendur á GÓÐUM eigendum. 
mbl.is Eignast þriðjung í HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband