Ég er í 15 metra rusli.

Nú var ég að móttaka bréf frá Reykjavíkurborg sem bar yfirskriftina "15 metrar frá sorphirðubíl". Ég efa ekki að verkefnið hafi verið undirbúið af her manna hjá Reykjavíkurborg. Það dylst engum að verkefnið er atvinnuskapandi. En nú geri ég kröfur. Ég krefst þess að vatnleiðslur frá Gvendarbrunnum verða mældar nákvæmlega. Ég bý í Seljahverfi og af hverju í andskotanum á ég að vera að borga vatnspípur sem ná vestur í bæ. Eg viðurkenni þó að það er nokkuð langt niður að sjó þannig að frárennslið gæti verið ívið meira hjá mér en mörgum öðrum. En aðalatriðið er að fá þetta mælt þannig að fyllsta réttlætis sé gætt. Ekki má gleyma rafmagnsköplunum, ég held að ég komi nokkuð vel út þegar mæling fer fram frá Helliheiðarvirkjun og hingað í Seljahverfið. Svona mælingar þurfa og verða að fara fram. Gæti verið að niðurstaðan þegar allt hefur verið mælt að það þurfi að hækka skatta á alla um 5%.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband