Hvernig verður veðrið á morgun?

Vísindin eru nokkuð góð í að spá til um veðrið til skamms tíma. Þannig er það nokkuð fyrirséð hvernig veðrið verði á morgun. En sé horft til 3-5 dag fer óvissan að verða mikil. Eftir 5 daga er óvissan um veður veruleg. Alltaf eru einhverjir vísindamenn eða spámenn sem vilja spá hvað gerist í framtíðinni. Margir spá með það einu að markmiði að koma nafninu sínu á framfæri. Í mínu huga er jafn gott að henda upp pening og segja til um það hvort það verði risasólgos árið 2013 eða ekki.


mbl.is Jörðin er í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki einn maður sem er að koma nafni sínu á framfæri. NASA sentu viðvörun um stórt sólgos árið 2011-2013.

NASA hafa spáð fyrir þessu í nokkur ár núna. Þeir geta spáð fyrir sólgosi nokkuð nákvæmlega útaf því þeir hafa fylgst með gangi sólar í mörg ár. Sólin hefur svo kallað "Butterfly effect", þ.e. á 11 ára fresti er sólin mjög virk. Árið 2000-2001 var sólin seinast mjög virk, og núna er kominn tími á aðra virkni í kringum 2012-2013.

http://en.wikipedia.org/wiki/Solar_cycle

Einnig hefur segulsvið jarðar hegðað sér undarlega seinustu ár. Þ.e. jörðin mun hafa mun verri vörn gegn sólstormum en áður.

http://science.nasa.gov/science-news/science-at-nasa/2008/16dec_giantbreach/

Allt bendir til þess að stórt sólgos eigi sér stað. Sólin hefur verið óvenju óvirk, sem þýðir oftast að hún verði mjög virk. Ekki hjálpar það að segulsvið jarðar er aumt á þessu tímabili.

Viðvörun frá NASA:

http://science.nasa.gov/science-news/science-at-nasa/2006/10mar_stormwarning/

Like most experts in the field, Hathaway has confidence in the conveyor belt model and agrees with Dikpati that the next solar maximum should be a doozy. But he disagrees with one point. Dikpati's forecast puts Solar Max at 2012. Hathaway believes it will arrive sooner, in 2010 or 2011.

Jón (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Það er hægt að segja til um sólgos með miklu meiri vissu heldur en að spá fyrir um veðrið og er þetta tvennt í raun ekki sambærilegt nema að litlu leyti.  Hins vegar er allt tal um stórkostlegt tjón og ég tala ekki um dauða og drep ekkert annað en hræðsluáróður og kjaftæði...

Sigurjón, 24.9.2010 kl. 03:13

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Og hvað hefur þú fyrir þér í þessu, Sigurjón?

Það er vel vitað að þegar sólgos hafa lent á jörðinni þá hafi fólk sem varð fyrir því fengið húðkrabba á nær núll einni. En til hvers að segja þér svona staðreyndir, þú ert líklegast einn af þeim sem hlustar ekki á aðra og veist allt best sjálfur, án þess að vita nokkuð.

Tómas Waagfjörð, 24.9.2010 kl. 08:12

4 identicon

ÉG NENNI ekki að mála þakið ef það kemur svo bara sólgos og bræðir allt í klessu. Frekar bíð ég til 2013 og ef þetta sólgos kemur ekki, ÞÁ SKAL ég mála HELVÍTIS þakið.

DJÖFULL er ég pirraður. Þarf að fá mér KAFFI. Sjáumst strákar.

Páll (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 10:38

5 Smámynd: Sigurjón

Tómas: Ég hef orð stjarneðlisfræðings fyrir þessu.  Það kom stórt sólgos árið 2003 og vissulega eyðilagðist nokkuð, m.a. 3 gervitungl, auk rafeindabúnaðar á jörðu niðri, en það var af og frá að daglegt líf raskaðist að ráði.

Svo væri gaman að vita hvaðan þú hefur þessar húðkrabbafréttir, eða ert þú einn af þeim sem hlustar ekki á aðra og veist allt best sjálfur, án þess að vita nokkuð, svo ég endurtaki barnalegan og kerknislegan málflutning þinn?

Sigurjón, 24.9.2010 kl. 13:19

6 identicon

Bætist nú enn eitt fyrirbærið við sem maður þarf að vera skít drulluhræddur við. Maður er frávita því maður þarf vakinn og sofinn að vera skítdrulluhræddur við loftslagsbreytingar, Kötlugos, svínaflensu, fuglaflensu, kreppu, ESB og ég veit ekki hvað og hvað....gott ef maður er ekki skítdrulluhræddur við að missa vitið af hræðslu. 

AB (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband