4.6.2010 | 17:42
Verður Örn Árnason næsti forsætisráðherra?
Í ljósi árangurs Besta-flokksins í Reykjavík , hljóta spaugstofumennirnir Þeir Örn , Pálmi , Sigurður, og Karl Ágúst að eiga góða möguleika í næstu alþingiskosningum. Ég veit ekki hver þeirra yrði bestu til forystu fallinn en ég er nokkuð viss, sama hver þeirra tæki að sér að vera í forsæti að þeir gætu allir verið góðir og frambærilegir. Ég er ekki viss að þeir þyrftu að skora svo hátt til að vera vel fyrir ofan meðalta forsætisráðherra síðustu ára eða jafnvel áratuga. Sennilega yrðu stórkostlegar breytingar á alþingi ef kosið yrði núna. Margir núverandi háttvirtra þingmanna þyrftu eflaust að leita sér að nýrri vinnu. En það er sennilega eitt sem sameinar allan þingheim núna er að boða als ekki til kosninga.
Jón Gnarr verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Facebook
Athugasemdir
spaugstofan er leiðinleg og hefur ekki þann kjörþokka sem þarf til að komast til valda. Þeir hafa ekki sama fylgið á bak við sig.
Brynjar Jóhannsson, 4.6.2010 kl. 18:24
Til hamingju Reykjavík og til hamingju Íslendingar ! ef þetta sendir ekki fjórflokkadótinu skýr skilaboð um að fara í ýtarlega naflaskoðun og það all svakalega þá skulu þeir segja af sér ekki seinna en í gær ! og Örn Árnason getur alveg eins orðið næsti forsætisráðherra, athugaðu að núverandi forsætisráðherra er flugfreyja ...
Sævar Einarsson, 4.6.2010 kl. 19:02
Okkur væri aldeilis borgið ef boðberi samviskunnar: Örn Árnason, yrði forsætisráðherra! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2010 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.