Sjálfstæðismenn að stimpla sig út úr borgarstjórn.

Það er sorglegt að fylgjast með því hvernig að sjálfstæðismenn eru að stimpla sig út úr borgarstjórn. Þau fáu rök sem ég hef heyrt frá borgarfulltrúum sjálfstæðisflokksins um að golf sé fínt sport fyrir atvinnulausa, og að Steinunn Valdís hafi gert þennan samning í hinu meinta góðæri gera einungis illt verra. Sona pólitísk stórslys gerast af því að flokkurinn er ekki í sambandi við grasrótina og skynjar ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu af þeim sökum. Það virðist vera sem því tímabili í sögu sjálfstæðisflokknum sé ekki lokið sem kenna má við sorgina. Aldrei er meiri þörf en nú, fyrir okkur sem stutt hafa flokkinn að láta í okkur heyra. Hanna Birna svona gerum við ekki.
mbl.is Samningur um stækkun golfvallar samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þú ættir að skoða málið betur.

Samfylkingin samdi um þessa stækkun, núverandi meirihluti er að standa við þann samning sem Samfylkingin gerði.

Ef það væri ekki gert gæti það kostað borgarbúa hærri fjáhæðir í bætum fyrir samningbrot.

Rétt skal vera rétt.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 20:21

2 identicon

Það hlýtur að vera hægt að hætta við þettað,vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu,og Golf er ekki íþrótt að mínu mati.Hver á Korpúlfsstaði síðast er ég vissi var það Reykjvíkurborg en ekki elítuklíka.

Númi (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband