19.2.2010 | 10:12
Hvernig túlkar þú niðurstöður kosninganna?
Frá því að ég fór að kjósa fyrir u.m.þ.b 30 árum man ég eftir að blaðamenn hafa spurt, bæði stjórnmálafræðinga og stjórnmálamenn þessarar spurninga. "Hvað þýða niðurstöður þessara kosninga?" Síðan hafa hafa lærðir og leiknir túlkað niðurstöður kosninganna. Það er rétt að spurningarinnar "hvað þýða þessar niðurstöður?, hefur ekki verið spurt þegar kosið hefur verið um hvort opna eigi áfengisútsölu eða ekki. Nú vilja margir að ekki verið kosið um Icesave lögin af því að ekki er hægt að fara með niðurstöður svipað því og þegar greitt er atkvæði um opnun áfengisútsölu. Þvílík fyrra. Þegar ég kýs 6. mars og segi NEI. Þá þýðir það eftirfarandi.
1.Ég hafna yfirgangi Breta og Hollendinga gagnvart þeirri þjóð sem ég tilheyri.
2.Ég hafna því að ábyrgðin á Icesave sé á herðum Íslendinga sem hvergi komu nálægt ákvörðunartöku um Icesave.
3.Ég lýsi vanþóknun minni á hvernig Íslens stjórnvöld hafa haldið á þessu máli.
4.Ég hafna þeirri réttlætiskennd mr. Browns og A. Darlings að réttlætinu sé best framfylgt með því að lát börnin mín og barnabörn þrífa skítinn eftir þá sjálfa.
Þessum skilaboðum vil ég koma á framfæri með atkvæði mínu 6 mar.
Fundað með samningamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.